ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 19:15

Bein útsending: Stefnurćđa forsćtisráđherra og umrćđur um hana

FRÉTTIR

Leita hjálpar vegna fíknar í nefsprey

 
Innlent
20:55 16. FEBRÚAR 2016

Vaxandi fjöldi fólks leitar til háls, nef - og eyrnalækna í hverjum mánuði vegna fíknar í nefdropa eða nefsprey. Notkun slíkra lyfja hefur aukist undanfarin ár. Læknir segir fæsta gera sér grein fyrir að droparnir geti verið ávanabindandi. 

Nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Háls, nef- og eyrnalæknar verða í meira mæli varir við að fólk verði háð slíkum dropum. 

„Það rata hingað inn til mín í hverjum mánuði einstaklingar sem misnota nefdropa,“ segir Kristján Guðmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir. „Þannig að þetta er mjög vel þekkt vandamál. Fólk sem er kannski búið að misnota nefdropa í marga mánuði eða mörg ár, það er gjörsamlega háð dropunum og er með glas í vasanum og glas í bílnum og heima og í vinnunni. Það á það jafnvel til að vera að keyra þegar það stíflast og þurfa þá brenna þá inn í næsta apótek og fær sér við kassann.“

Ekki á að nota dropana lengur en í viku
Í fylgiseðlum nefdropa er varað við notkun lengur en í tíu daga í senn vegna hættu á bólgu í nefslímhúð. Bólgan leiðir til þess að slímhúðin verður ekki eins móttækileg fyrir lyfinu og kallar á stærri skammta til að framkalla æskileg áhrif.

„En þegar þú ert búinn að nota þetta í tiltekinn tíma, kannski eina til tvær vikur, byrjar slímhúðin að bólgna eftir að dropaáhrifin hverfa,“ segir Kristján. „Þá verður slímhúðin þrútin í nefinu, nefið lokað og fólk getur eiginlega ekki unað við það. Þú færð svokallaða nefdropabólgu í nefið og við því er ekkert annað að gera en að hætta. En mörgum reynist það afar erfitt og ég hef hitt fólk sem er búið að taka nefdropa upp á hvern einasta dag í meira en ár.“

Fólk festist þannig í vítahring þar sem nefið sé stöðugt stíflað.

„Ég held að fæstir hugsi þannig að þetta gæti verið eitthvað ávanabindandi,“ segir Kristján. „Það er alveg sjálfsagt að nota nefdropa þegar maður er alveg kolstíflaður af kvefi en þá á bara að nota í nokkra daga, helst ekki lengur en í viku. Og þú átt að passa þig ef þú ert kominn yfir það, að halda ekki áfram.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Leita hjálpar vegna fíknar í nefsprey
Fara efst