SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Leita ađ heimili handa köttum sem var bjargađ úr iđnađarhúsnćđi

 
Innlent
19:58 13. FEBRÚAR 2016
Leita ađ heimili handa köttum sem var bjargađ úr iđnađarhúsnćđi

Dýrahjálp Íslands leitar nú að heimilum fyrir ketti sem Matvælastofnun bjargaði úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í október. Dýralæknir segist aldrei hafa séð dýr í jafn slæmu ásigkomulagi og kettina þegar þeir fundust, en þeir eru nú fjórum mánuðum seinna, farnir að braggast.

Agnes Helga Martin dýralæknir sagðist aðspurð ekki hafa séð jafn slæmt mál áður. „Ekki eins og þeir litu út út af sýkingunni. Ef kettirnir hefðu verið bólusettir fyrir, sem þeir voru náttúrlega ekki, þá hefði þetta ekkert verið svona. Þannig að nei, sem betur fer sér maður þetta ekki. Flestir sem eiga dýr hugsa vel um þau, og setja þá í fyrirbyggjandi bólusetningar.“

Starfsmenn Matvælastofnunar björguðu fimmtíu köttum úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í byrjun október með aðstoð lögreglu. Köttunum var haldið við bágar aðstæður þar sem umönnun og þrifnaði var verulega ábótavant, eins og sést á þessum myndum, en umráðamaður húsnæðisins, kona á sjötugsaldri, var handtekinn. Síðan þá hafa kettirnir verið á fósturheimilum á meðan þeir hafa fengið viðeigandi bólusetningar og meðferðir hjá dýralækni.

Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands leita að heimilum fyrir kettina á ættleiðingardögum á Korputorgi næstkomandi sunnudag,  svo saga þeirra fái farsælan endi.

Helena Rafnsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands, sagði suma kettina hræddari en aðra og taki tíma fyrir þá að jafna sig. „Ef þeir fá þetta rétta heimili og þá ást og umhyggju sem þeir þurfa, þá eru þeir 100 prósent.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Leita ađ heimili handa köttum sem var bjargađ úr iđnađarhúsnćđi
Fara efst