Enski boltinn

Leikurinn um júmbósætið fór alla leið í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Alsír.
Stuðningsmaður Alsír. Vísir/Getty
Alsír, neðsta liðið í riðli Ísland á HM í Katar, endaði í 24. og síðasta sætinu á HM í handbolta í ár en liðið tapaði fyrir Síle í leiknum um 23. sætið.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni en hana unnu Síle-menn 3-1.

Alsírmenn byrjuðu vel á móti Íslandi en leikur liðsins hrundi síðan í seinni hálfleiknum og svipaða sögu er að segja af leiknum í dag.

Alsír komst í 7-2, 15-8 og var 16-10 yfir í hálfleik. Alsír var síðan 27-24 yfir þegar fjórar mínútur eftir en Sílemenn tryggðu sér vítakeppni með því að skora þrjú síðustu mörkin.

Sílemenn skutu reyndar í stöng úr fyrsta víti sínu en Felipe Barrientos varði þrjú víti frá Alsíringum og tryggði þjóð sinni 23. sætið á HM í Katar.

Íran tryggði sér 21. sæti með því að vinna Sádí-Arabíu 26-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×