Enski boltinn

Leikur Liverpool og United verður ný upplifun fyrir Klopp

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp mætir United í fyrsta sinn á sunnudaginn.
Jürgen Klopp mætir United í fyrsta sinn á sunnudaginn. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að aðlagast nýrri upplifun þegar hann stýrir liði sínu á móti Manchester United í fyrsta sinn á sunnudaginn.

Þetta segir Lucas Leiva, miðjumaður Liverpool, en þessir fornu og sigursælu erkifjendur mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Bæði lið gerðu sex marka jafntefli í miðri viku, Liverpool á heimavelli gegn Arsenal en Manchester United á útivelli gegn Newcastle.

Fáir leikir í enska boltanum eru stærri en viðureignir Manchester United og Liverpool og skiptir engu máli hvar liðin eru í töflunni.

„Þetta verður ný upplifun fyrir Klopp,“ segir Lucas í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Hann hefur samt góða reynslu frá leikjum með Dortmund eins og að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Bayern sem eru þeirra erkifjendur.“

„Þetta verður ný upplifun fyrir stjórann en ekkert sem hann er ekki vanur. Eftir að hafa kynnst honum aðeins síðustu mánuði veit ég að hann hlakkar bara til,“ segir Lucas Leiva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×