Handbolti

Leikur í undanúrslitum kvenna hefst klukkan 20.40 á föstudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði deildarmeistara Hauka.
Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði deildarmeistara Hauka. Vísir/Valli
Fram og Stjarnan tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta og nú hefur Handknattleikssambandið gefið út leikjaniðurröðun undanúrslitanna. Haukar og Grótta höfðu áður tryggt sér sitt sæti.

Undanúrslitaeinvígin í ár verða á milli deildarmeistara Hauka og bikarmeistara Stjörnunnar annarsvegar og svo Íslandsmeistara Gróttu og deildarbikarmeistara Fram hinsvegar.

Einvígin hefjast bæði á föstudagskvöldið kemur. Leikur Gróttu og Fram hefst þá klukkan 19.30 í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi en leikur Hauka og Stjörnunnar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum verður ekki fyrr en klukkan 20.40.

Ástæða þess hversu seint leikur Hauka og Stjörnunnar fer fram er sú að á undan spila Haukar sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum karla í körfubolta í 23 ár.

Það verður því körfubolta-handbolta tvíhöfði á Ásvöllum þetta föstudagskvöld en það er nóg að gera hjá Haukum þessa dagana enda með fjögur lið á fullu í úrslitakeppni.



Leikirnir í undanúrslitum Olís-deildar kvenna 2016:

Fös. 22.apr.2016     19.30     Hertz höllin     Grótta - Fram         

Fös. 22.apr.2016     20.40     Schenkerhöllin     Haukar - Stjarnan

        

Sun. 24.apr.2016     13.30     TM Höllin     Stjarnan - Haukar         

Sun. 24.apr.2016     16.00     Framhús     Fram - Grótta

        

Mið. 27.apr.2016     19.30     Hertz höllin     Grótta - Fram         

Mið. 27.apr.2016     20.30     Schenkerhöllin     Haukar - Stjarnan

        

Fös. 29.apr.2016     19.30     TM Höllin     Stjarnan - Haukar         

Fös. 29.apr.2016     19.30     Framhús     Fram - Grótta

         

Mán. 2.maí.2016     19.30     Schenkerhöllin     Haukar - Stjarnan         

Mán. 2.maí.2016     19.30     Hertz höllin     Grótta - Fram    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×