Innlent

Leikskólabörn gáfu þeim sem minna mega sín jólagjafir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Börnin voru flott í Kringlunni.
Börnin voru flott í Kringlunni. vísir/skjáskot
Leikskólabörnin á Björtuhlíð við Grænuhlíð mættu í Kringluna fyrir helgi til að setja pakka undir jólatréð.

Pökkunum verður síðar komið í réttar hendur undir handleiðslu Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands.

Í ár hafa 1400 fjölskyldur og einstaklingar leitað eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp fyrir jólin. Hægt verður að setja pakka undir tréð í Kringlunni fram að Þorláksmessu.

Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korputorgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað.

Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×