Íslenski boltinn

Leiknir stefnir hraðbyri á Pepsi-deildina | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Leiknir Reykjavík vann nauman sigur á KV upp í Breiðholti í kvöld en með sigrinum er Leiknir komið með níu stiga forskot á Þrótt í 3. sæti þegar átta umferðir eru eftir.

Ekkert lát virðist vera á góðu gengi Breiðhyltinga en liðið hefur unnið tíu leiki og aðeins tapað einum eftir leiki kvöldsins.

Andri Marinó, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók myndirnar sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan.

Óttar Bjarni Guðmundsson kom Leikni yfir í upphafi leiksins en Garðar Ingi Leifsson jafnaði metinn í seinni hálfleik með góðu skoti úr aukaspyrnu. Leiknismenn voru ekki lengi að ná forskotinu aftur, þar var að verki Hilmar Árni Halldórsson af vítapunktinum og tryggði Hilmar Leiknismönnum stigin þrjú.

Selfoss nældi í mikilvæg þrjú stig í botnbaráttunni með 2-1 sigri á Þrótt í Laugardalnum. Luka Jagacic skoraði mark sitthvoru megin við hálfleikinn fyrir Selfyssinga og tryggði liðinu stigin þrjú eftir að Aron Lloyd Green hafði jafnað metin í fyrri hálfleik.

Þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að Tindastóll falli niður í 2. deildina í haust. Haukar unnu öruggan 5-0 sigur á Sauðárkróki í dag og er Tindastóll þrettán stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir.

Þá vann ÍA Vesturlandsslaginn á Ólafsvík í kvöld 1-3. Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Hjörtur Júlíus Hjartarson komu Skagamönnum í 0-3 en lánsmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson náði að klóra í bakkan undir lok leiksins.

Úrslit kvöldsins:

Þróttur R. 1-2 Selfoss

Leiknir R. 2-1 KV

Tindastóll 0-5 Haukar

Víkingur Ó 1-3 ÍA

Upplýsingar um markaskorar koma frá Urslit.net




Tengdar fréttir

Grindavík skaust upp úr fallsæti

Grindavík skaust upp úr fallsæti í 1. deildinni í kvöld með öruggum 3-0 sigri á BÍ/Bolungarvík í Grindavík. Grindavík er tveimur stigum fyrir ofan BÍ/Bolungarvík sem situr í fallsæti eftir leiki kvöldsins þegar fjórtán umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×