Fótbolti

Leikmenn og stuðningsmenn Gladbach tóku víkingaklappið í gær | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þýsk útgáfa af víkingaklappinu.
Þýsk útgáfa af víkingaklappinu. mynd/skjáskot
Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach í fyrstu leikviku Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem átti að fara fram í gærkvöldi var frestað vegna vallaraðstæðna. Leikurinn fer fram í kvöld.

Stuðningsmenn þýska liðsins voru heldur betur ósáttir en reyndu samt að gera það besta úr ferð sinni á Etihad-völlinn og voru því ekkert að drífa sig heim.

Leikmenn liðsins röltu út á völlinn eftir að ljóst var að leikurinn færi ekki fram og þökkuðu stuðningsmönnunum fyrir komuna. Þeir tóku síðan íslenska víkingaklappið með sínu fólki en myndband af því má sjá hér að neðan.

Um 1.500 stuðningsmenn Gladbach voru mættir á leikinn í gær en reiknað er með að 400-500 hafi orðið eftir í Manchester og mæti á leikinn í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×