Fótbolti

Leikmenn skammaðir fyrir að mæta of seint í kvöldmat

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck eftir fundinn í dag.
Lars Lagerbäck eftir fundinn í dag. Vísir/Vilhelm
Sumir leikmanna íslenska landsliðsins mættu of seint í kvöldmat á hóteli liðsins í Annecy í gær og var málið tekið upp á liðsfundi í gærkvöldi.

Þetta sögðu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar íslenska liðsins, á blaðamannafundi í Annecy í dag.

„Það eru forréttindi að fá að leiða þetta lið en við þurfum að gæta þess að setja fordæmi fyrir leikmenn og hegðun þeirra innan vallar sem utan,“ sagði Lagerbäck.

„Við gerðum það í gærkvöldi. Nokkrir leikmenn mættu of seint í kvöldmat og þó svo að okkur sé yfirleitt sama um það þá vildum við ítreka að það má ekki hætta að halda 100 prósent fagmennsku í því sem við erum að gera. Við viljum vera það bæði innan vallar sem utan.“

„Eitt það besta sem þú getur gert er að efast um fagmannlegt hugarfar leikmanna og við viljum ekki gleyma því að við erum 100 prósent fagmenn og ekki „sloppy“ á neinn hátt.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Heimir: Við viljum enda eins og Leicester

Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×