Enski boltinn

Leikmenn Liverpool hlaupa mest í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp er örugglega sáttur með vinnslu sinna leikmanna.
Jürgen Klopp er örugglega sáttur með vinnslu sinna leikmanna. Vísir/Getty
Liverpool hefur byrjað tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni en ekkert lið hefur fengið fleiri stig í fyrstu níu umferðunum.

Ein af ástæðum fyrir góðu gengi Liverpool er dugnaður leikmanna liðsins en ekkert lið hefur hlaupið meira það sem af er á tímabilinu. Sky Sports birti í dag tölfræði yfir hlaup og spretti liðanna í ensku úrvalsdeildinni.  

Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill rokk-pressu og mikla vinnslu í sínum leikmönnum og tölfræðin sýnir það og sannar að leikmenn hans eru að svara kallinu.

Leikmenn Liverpool hafa hlaupið 1045,1 kílómetra í fyrstu níu leikjunum sínum en í næstu sætum koma síðan lið Manchester City og Tottenham.

Það vekur jafnframt athygli að lærisveinar Jose Mourinho í Manchester United hafa hlaupið langminnst það sem af er tímabilinu eða aðeins 945.8 kílómetra.

Leikmenn Liverpool hafa einnig takið flest spretti í leiknum eða 5299 eða 94 fleiri spretti en næsta lið sem er Manchester City. Leikmenn Hull hafa hinsvegar tekið fæsta spretti.  



Flestir kílómetrar hjá leikmönnum liðanna:

1. sæti         Liverpool     1045,1

2. sæti        Man City     1035,9

3. sæti        Tottenham     1024,6

4. sæti        Burnley     1020,6

5. sæti        West Brom     1015,5

----

16. sæti    Stoke         961,0

17. sæti    Everton     959,5

18. sæti    Sunderland     959,0

19. sæti    Crystal Palace     950,4

20. sæti    Man Utd     945,8



Flestir sprettir hjá leikmönnum liðanna:

1. sæti        Liverpool     5299

2. sæti        Man City     5205

3. sæti        Tottenham     4802

4. sæti        Arsenal     4787

5. sæti        Chelsea     4659

---

16. sæti    Sunderland     4374

17. sæti    West Brom     4200

18. sæti    Watford     4157

19. sæti    West Ham     4147

20. sæti    Hull         4124




Fleiri fréttir

Sjá meira


×