Enski boltinn

Leikmaður West Ham lést úr krabbameini

Vísir/Getty
Dylan Tombides, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, er látinn.

Hann var aðeins 20 ára gamall en félagið tilkynnti andlát hans í dag. Hann hafði barist við krabbamein í eistum undanfarin þrjú ár.

Tombides, sem fæddist í Ástralíu, samdi við West Ham fimmtán ára gamall og kom við sögu í einum leik með aðalliði félagsins.

Hans verður minnst með mínútu þögn fyrir leik West Ham gegn Crystal Palace á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×