Fótbolti

Leikmaður í Belgíu vildi sænga hjá sjónvarpskonu á klósetti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hilde Van Malderen.
Hilde Van Malderen. mynd/hildevanmalderen.be
Hilde Van Malderen, belgísk sjónvarpskona sem starfar í kringum úrvalsdeildina í knattspyrnu þar í landi, hefur skrifað bók þar sem birtist fjöldinn allur af klúrum smáskilaboðum sem hún hefur fengið.

Skilaboðin koma frá leikmönnum úr bestu liðum belgísku úrvalsdeildarinnar og einnig dómurum og blaðamönnum, en tilgangur þeirra er sá sami; allir vilja þeir sænga hjá Van Malderen.

„Ég vissi ekki að ég væri að stíga inn í svona umhverfi þegar ég byrjaði,“ sagði Van Malderen er hún kynnti bók sína á blaðamannafundi.

Hún safnaði smáskilaboðunum saman í gegnum árin og skrifar um upplifun sína af starfinu í kringum fótboltann í Belgíu og birtir sem fyrr segir fjöldan allan af dónalegum skilaboðum sem henni voru send. Engin nöfn eru þó nefnd.

Hér eru nokkur þeirra skilaboða sem hún fékk á símann sinn:

Leikmaður í deildinni: „Þú veist hver sagan er á þessum slóðum? Sagt er að þú sért góð í rúminu.“

Dómari: „Mig hættir ekki að dreyma um þig.“

Blaðamaður sendi mynd af limi sínum í fullri reisn og skrifaði: „Sjáðu hversu mikið mér líkar við þig.“

Leikmaður Club Brugge: „Ætlarðu að sofa heima hjá mér í kvöld?“

Annar blaðamaður: „Þú ert drusla.“

Leikmaður Club Brugge: „Þriðjudagur á klósettinu á flugvellinum í Brussel. Ég og þú, ertu klár?“

Fyrrverandi leikmaður Club Brugge: „Vissirðu að mér finnst gott að drekka kampavín? Mig langar að hella því yfir þig og sleikja það af þér.“

Miðjumaður Zulte-Waregem: „Ég er ekki að leita að alvarlegu sambandi þar sem ég er giftur. En þar sem þú átt ekki kærasta getum við verið bólfélagar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×