Lífið

Leikkonur í karókí

Baldvin Þormóðsson skrifar
Salóme söng Harry Belafonte en Thelma Marín tók gamlan kántrý-slagara.
Salóme söng Harry Belafonte en Thelma Marín tók gamlan kántrý-slagara. vísir/gva
Það var heldur betur stuð á karókíbarnum Live Pub á miðvikudaginn en þar komu saman einstaklingar sem vanir eru sviðinu.

Mátti þar sjá leikkonurnar Hildi Berglindi Arndal, Salóme R. Gunnarsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur ásamt rithöfundinum Halldóri Armand og var hópurinn líflegur að sjá.

Skiptust leikkonurnar á að syngja gestum karókístaðarins til mikillar skemmtunar. Hildur Berglind tók svokallaða „mjúka týpu“ og söng lagið I Just Called to Say I Love You en Salóme ákvað að taka aðra stefnu í söngnum og söng hinn klassíska Banana Boat Song, sem Harry Belafonte gerði frægan, og var sem Belafonte sjálfur væri mættur á Live Pub.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×