Innlent

Leikhópar vilja meira frá ríkinu

Sveinn Arnarsson skrifar
Leikhópurinn Lotta.
Leikhópurinn Lotta. vísir/vilhelm
Sjálfstæðu leikhúsin eru mjög ósátt við hlut sinn úr fjárlögum fyrir þetta ár.

Segja sjálfstæðu leikhúsin að á sama tíma og þau fái um helming allra tilnefninga til Grímuverðlauna og frumsýni sextíu prósent allra sýninga í íslenskum sviðslistum fái þau aðeins átta prósent af fjármagni til málaflokksins.

Í erindi leikhúsanna til fjárlaganefndar segir að fjölbreytni og nýsköpun einkenni starf þessara hópa.

„Sjálfstæðir hópar fá ríflega þrjátíu prósent leikhúsáhorfenda og frumsýna um sextíu prósent af öllum sviðsverkum á Íslandi. Þessar sýningar eru að stórum hluta frumflutningur nýskrifaðra leikrita, dansverka, barnaleiksýninga og brúðusýninga svo eitthvað sé nefnt,“ segir í erindinu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×