Erlent

Leikarinn Miguel Ferrer er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Miguel Ferrer í NCIS: Los Angeles.
Miguel Ferrer í NCIS: Los Angeles. Vísir/GEtty
Leikarinn Miguel Ferrer lést vegna hálskrabbameins í dag. Meðal þátta og mynda sem hann hefur leikið í eru NCIS: Los AngelesCrossing JordanRoboCop og Iron Man 3. Hann var 61 árs gamall og skilur eftir sig eiginkonu og tvo syni.

Ferrer var sonur söngkonunnar Rosemary Clooney og leikarans Jose Ferrer.

George Cloony, frændi hans, sendi Variety yfirlýsingu vegna andláts Ferrer. Þar segir hann frænda sinn hafa gert heiminn bjartari og fyndnari. „Við elskum þig Miguel. Við munum ávalt elska þig,“ skrifaði Clooney.

Framleiðandi NCIS, þar sem Ferrer hefur tekið þátt í sjö þáttaröðum, segir leikarann hafa verið einstaklega hæfileikaríkan, með húmor og stórt hjarta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×