Fótbolti

Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
4-4-2
4-4-2 mynd/skjáskot
Lars Lagerbäck hefur til margra ára látið liðin sín spila 4-4-2 og þegar hann tók við Íslenska liðinu fyrir fimm árum síðan byrjuðu strákarnir okkar að spila það kerfi.

Þetta kerfi hentar smærri liðum sem byggja meira á liðsheild frekar en einstaklingshæfileikum eins og JJ Bull, blaðamaður The Telegraph, útskýrir í skemmtilegu myndbandi.

„4-4-2 er besta leikaðferð allra tíma því það er kerfið sem við ólumst upp við,“ segir hann og útskýrir svo bæði hvernig það hentar Íslandi bæði í vörn og sókn.

Íslenska liðið hefur spilað sterkan varnarleik á Evrópumótinu í fyrstu tveimur leikjunum en smá einbeitingarleysi bæði gegn Portúgal og Ungverjalandi kostaði liðið mark í báðum leikjum.

Strákarnir okkar eru með tvö stig eftir tvo leiki í F-riðli EM og komast í 16 liða úrslitin með sigri en eitt stig gegn Austurríki gæti dugað eins og er útskýrt hér.

Smelltu hér til að sjá myndbandið þar sem 4-4-2 leikaðferð Ísland er útskýrð.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).






Tengdar fréttir

UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×