MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER NÝJAST 18:33

Jón Gnarr hlýtur friđarverđlaun Lennon Ono

FRÉTTIR

Umfjöllun og viđtöl: FH - Akureyri 23-26

Handbolti
kl 15:28, 15. nóvember 2012
Umfjöllun og viđtöl: FH - Akureyri 23-26
MYND/VILHELM

Akureyri styrkti stöðu sína í efri hluta N1-deildar karla með góðum útivallarsigri á FH í kvöld. Hafnfirðingar náðu þó að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik en gáfu eftir á lokamínútunum.

Heilt yfir var niðurstaðan sanngjörn. Akureyri spilaði betur í fyrri hálfleik og var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Sóknarleikurinn var öflugur með Bergvin Þór Gíslason fremstan í flokki en þessi fyrrum hornamaður átti frábæran leik í skyttustöðunni í kvöld.

FH-ingar voru allt annað en sannfærandi í fyrri hálfleik og engu líkara en að tapið gegn Haukum um helgina hafi enn setið í leikmönnum liðsins. Varnarleikurinn var flatur en auk þess virtist allt falla gestunum í hag.

Heimamenn byrjuðu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti, sérstaklega í vörn og fylgdi þá markvarslan í kjölfarið. FH skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hálfleiksins og héldu gestunum í aðeins þremur mörkum á rúmum 20 mínútum. FH komst svo tveimur mörkum yfir, 19-17, en þá fór að draga saman með liðunum á ný.

Vörnin small aftur hjá gestunum og FH-ingar áttu ekkert svar. Akureyringar skoruðu sex mörk í röð og kláruðu leikinn. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mikilvæg mörk á þessum kafla og sá nánast alfarið um að tryggja sigur sinna manna.

Leikur Akureyringa var þó ekki gallalaus en á hægri vængnum skoraði Geir Guðmundsson aðeins eitt mark úr þrettán tilraunum. Jovan Kukobat sýndi þó mörg fín tilþrif í markinu og Guðlaugur sýndi að hann hefur engu gleymt í vörninni.

FH-ingar eiga miklu meira inni en þeir sýndu í kvöld. Ásbjörn Friðriksson þarf að komast betur inn í leik liðsins og þá spilaði Logi Geirsson ekkert í kvöld. Þegar vel gengur geta Hafnfirðingar verið fljótir að snúa leikjum sér í hag en í kvöld sást hversu fljótt þeir geta misst tökin á ný.


Ásbjörn: Sóknarleikurinn klikkaði í lokin

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er sífellt að komast betur inn í leik liðsins eftir að hafa komið til aftur til félagsins frá Svíþjóð fyrir stuttu.

Það dugði þó ekki til í kvöld en Ásbjörn sýndi þó ágæt tilþrif inn á milli.

„Við stressuðumst upp á lokakaflanum og fórum illa með þau færi sem við fengum," sagði Ásbjörn um síðustu mínútur leiksins þegar að Akureyringar sigu fram úr.

„Þeir ganga á lagið með því að skora úr seinni bylgjum og í uppstilltum sóknum. Við náðum ekki að vinna okkur út úr því."

„Það er skrýtið því við töldum okkur hafa fundið lausnina við þeirra varnarleik."

ÁSbjörn var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í fyrri hálfleik. „Sextán mörk í einum hálfleik er allt of mikið. Við löguðum það þó í seinni hálfleik en þá klikkaði sóknarleikurinn þegar mest á reyndi."

FH hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð en Ásbjörn telur að liðið eigi meira inni. „Nú dugir ekkert annað en að vera duglegir að æfa og spila okkur betur saman. Við þurfum að ná floti í okkar sóknarleik og meiri grimmd í vörnina."

„Það er klárt mál að við munum bæta okkar leik eftir því sem líður á tímabilið."

Bergvin: Þetta var okkar dagur

Bergvin Þór Gíslason átti frábæran leik fyrir Akureyri í kvöld. Hann nýtti skotin sín vel, skoraði sex mörk og lagði upp mörg önnur fyrir félaga sína.

Akureyri var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu 20 mínútum í seinni hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að halda rónni og halda okkar striki. En það gekk alls ekki upp og þeir settu grimmt á okkur."

„Við náðum svo að koma til baka þegar við náðum að stilla upp vörninni okkar. Þá vorum við nokkuð góðir og þeir áttu erfitt með að skora á okkur."

„Það má vera að við vorum þreyttir eftir bikarleikinn gegn Víkingum þar sem var tvíframlengt en þetta hafðist að lokum," sagði Bergvin.

„Heilt yfir var þetta okkar dagur, þrátt fyrir að við duttum niður í seinni hálfleik. Við vorum að fá mörg fráköst og skot láku inn sem voru ekkert mjög góð. Það breytti miklu fyrir okkur."

Bjarni: Sigur liðsheildarinnar

Bjarni Fritzson, hornamaður og annar þjálfari Akureyringa, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á FH í kvöld.

„Þetta var mjög erfiður leikur," sagði hann. „Liðsheildin var frábær hjá okkur og hún skóp sigurinn hjá okkur. Sóknarleikurinn var mjög agaður og vörnin öflug á köflum."

Akureyringar voru þó lengi í gang í seinni hálfleik og hleyptu FH-ingum fram úr sér eftir að hafa verið með fjögurra marka forystu í hálfleik.

„Við vorum að fara illa með mörg færi og varamarkvörðurinn þeirra, hann Siggi, átti mjög flotta innkomu og breytti leiknum fyrir þá. Menn þurftu að átta sig á því að þetta væri enginn byrjandi í markinu og byrja að skjóta almennilega á hann. Þegar það gerðist þá datt þetta okkar megin."

Guðlaugur Arnarsson er kominn í vörn Akureyringa á ný eftir að hafa lagt skóna á hilluna síðastliðið vor.

„Við höfum misst nokkuð marga menn undanfarið og hann kom því inn til að redda málunum fyrir okkur. Hann var flottur og varnarleikurinn góður, heilt á litið. Markvarslan var góð eftir því."

Guðmundur Hólmar Helgason steig upp í lokin og skoraði nokkur mikilvæg mörk fyrir Akureyri. Þá átti Bergvin Þór Gíslason góðan leik.

„Við vitum nákvæmlega hvað Guðmundur getur. Hann hefur æft eins og skepna og spilaði mjög vel gegn Víkingi í bikarnum. Hann er að finna sig mjög vel á miðjunni og Bergvin er að koma mjög öflugur inn í skyttustöðuna. Þeir eru flottir."


Ţessi síđa uppfćrist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti

Boltavaktin:

Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRA SPORT Á VÍSI

Handbolti 01. sep. 2014 17:30

Guđjón Valur óstöđvandi í leiknum um Ofurbikarinn

Guđjón Valur Sigurđsson byrjađi feril sinn hjá Barcelona međ látum er Börsungar unnu leikinn um Ofurbikarinn, Super Cup, á Spáni. Meira
Handbolti 01. sep. 2014 16:15

Glandorf leggur landsliđsskóna á hilluna

Dagur Sigurđsson, landsliđsţjálfari Ţýskalands, fékk ekki góđar fréttir í dag ţegar Holger Glandorf tilkynnti ađ hann vćri hćttur ađ spila međ landsliđinu. Meira
Handbolti 31. ágú. 2014 18:30

Fylkir vann UMSK mótiđ

Fylkir tryggđi sér sćti í UMSK móti kvenna í handknattleik međ sigri á HK í dag, en leikurinn var síđasti leikur mótsins. Meira
Handbolti 30. ágú. 2014 19:30

Afturelding vann UMSK-mótiđ

Afturelding vann UMSK ćfingarmótiđ í handbolta í dag, en Afturelding endađi međ fullt hús stiga eftir sigur á Stjörnunni í dag. Meira
Handbolti 30. ágú. 2014 19:03

Haukar unnu Hafnarfjarđarmótiđ

Haukar unnu Hafnarfjarđarmótiđ í handbolta, en liđiđ sigrađi FH međ sex mörkum í úrslitaleik mótsins. Leikiđ var í Strandgötunni í Hafnarfirđi. Meira
Handbolti 30. ágú. 2014 18:44

Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Emsdetten

Anton Rúnarsson fór á kostum í liđi TV Emsdetten ţegar liđiđ lagđi Henstedt-Ulzburg ađ velli, 28-26. Meira
Handbolti 30. ágú. 2014 16:32

Aron byrjar á sigri

Aron Kristjánsson og lćrisveinar hans í Kolding unnu Bjerringbro/Silkeborg í fyrstu umferđ dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Meira
Handbolti 29. ágú. 2014 21:59

Haukar og FH mćtast í hreinum úrslitaleik á Hafnarfjarđarmótinu

Haukar og FH unnu bćđi leiki sína á Hafnarfjarđarmótinu í handbolta karla og mćtast ţví í hreinum úrslitaleik á Strandgötunni á morgun. Haukar unnu 30-25 sigur á ÍBV í kvöld en FH vann 27-25 sigur á A... Meira
Handbolti 29. ágú. 2014 20:06

Adam Haukur skorađi tíu mörk á móti Íslandsmeisturunum

Adam Haukur Baumruk átti frábćran leik í kvöld ţegar Haukar unnu 30-25 sigur á Íslandsmeisturum ÍBV í fyrri leik kvöldsins í Hafnarfjarđarmótinu í handbolta sem er árlegt ćfingamót sem fer alltaf fram... Meira
Handbolti 29. ágú. 2014 19:36

Fyrsti sigur Magdeburgar-liđsins undir stjórn Geirs

Geir Sveinsson vann í kvöld sinn fyrsta sigur sem ţjálfari Magdeburg í ţýsku úrvalsdeildinni í handbolta ţegar liđ hans vann fimm marka sigur á heimavelli á móti HC Erlangen. Meira
Handbolti 29. ágú. 2014 15:00

ÍR-ingar fara nýja leiđ til ađ safna fyrir nýrri lyftingarađstöđu

ÍR-ingar ćtlar ađ reyna ađ slá tvćr flugur í einu höggi á morgun um leiđ og ţeir fara óhefđbundna leiđ til ađ safna fyrir nýrri lyftingarađstöđu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. Meira
Handbolti 29. ágú. 2014 13:00

Góđar fréttir fyrir Guđmund

René Toft Hansen, línumađurinn sterki, gefur kost á sér í danska landsliđiđ í handbolta á ný. Meira
Handbolti 29. ágú. 2014 11:30

Nielsen gćti spilađ sinn fyrsta leik í kvöld

Dagur Sigurđsson vonast til ađ Kasper Nielsen geti ţreytt frumraun sína međ Füsche Berlin í kvöld. Meira
Handbolti 29. ágú. 2014 09:20

Ingibjörg hjá FH nćstu tvö árin

Handknattleikskonan Ingibjörg Pálmadóttir hefur skrifađ undir nýjan tveggja ára samning viđ FH. Meira
Handbolti 28. ágú. 2014 22:16

FH vann Íslandsmeistarana - Hafnarfjarđaliđin unnu bćđi

Hafnarfjarđarmótiđ í handbolta hófst í kvöld međ tveimur leikjum en ţetta árlega ćfingamót fer ađ venju fram í Strandgötu í Hafnarfirđi. Meira
Handbolti 28. ágú. 2014 08:00

Sex leikmenn skrifuđu undir viđ Akureyri

Norđanmenn mćta međ firnasterkt liđ til leiks í Olís-deild karla í handbolta á nćstu leiktíđ. Meira
Handbolti 27. ágú. 2014 09:30

Duvnjak: Alfređ rćđur hvar ég spila

Besti handboltamađur heims spenntur fyrir nýju tímabili međ meistaraliđi Kiel. Meira
Handbolti 26. ágú. 2014 14:15

KA/Ţór fćr liđsstyrk fyrir veturinn

KA/Ţór fékk í dag liđsstyrk fyrir veturinn í Olís-deild kvenna ţegar Kriszta Szabó og Paula Chirli frá Rúmeníu skrifuđu undir hjá félaginu. Meira
Handbolti 26. ágú. 2014 14:00

Guđmundur og Dagur mćtast á sjötta leikdegi í Katar

Stórleikur Danmerkur og Ţýskalands á HM 2015 í handbolta fer fram 20. janúar, en ţar mćtir Dagur Sigurđsson fyrrverandi landsliđsţjálfara Íslands. Meira
Handbolti 25. ágú. 2014 14:30

Geir Sveinsson: Ţetta var sárt

Magdeburg kastađi frá sér sigrinum gegn Rhein-Neckar Löwen á síđustu ellefu mínútunum. Meira
Handbolti 24. ágú. 2014 17:00

Ekkert íslenskt mark í naumum sigri Löwen

Rhein-Neckar Löwen vann tćpan 24-23 sigur á lćrisveinum Geirs Sveinssonar í Magdeburg í dag á heimavelli sínum í ţýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Íslendingarnir í liđi Ljónanna komust ekki á blađ. Meira
Handbolti 24. ágú. 2014 16:20

Sextán íslensk mörk í sigri Eisenach

Hannes Jón Jónsson og Bjarki Már Elísson léku vel ţegar Eisenach lagđi Empor Rostock 36-25 í ţýsku fyrstu deildinni í handbolta í dag. Á sama tíma gerđi Gummersbach jafntefli viđ Hamburg í úrvalsdeild... Meira
Handbolti 23. ágú. 2014 20:02

Byrjar ekki vel hjá Refunum hans Dags

Dagur Sigurđsson sá lćrisveina sína í Füchse Berlin tapa fyrir Göppingen í fyrsta leik liđsins í ţýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 29-27. Meira
Handbolti 23. ágú. 2014 18:43

Kiel hóf titilvörnina međ tapi

Ţýska úrvalsdeildin í handbolta fór af stađ í dag. Ţar dró helst til tíđinda ađ meiarar Kiel undir stjórn Alfređs Gíslasonar steinlágu á útivelli gegn Lemgo 27-21. Meira
Handbolti 23. ágú. 2014 12:30

Alfređ Gíslason tók ţátt í ísfötuáskoruninni

Alfređ Gíslason ţjálfari Kiel lét sitt ekki eftir liggja ţegar skorađ var á hann ađ bađa sig međ ísvatni úr fötu og styrkja gott málefni, MND rannsóknir. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Umfjöllun og viđtöl: FH - Akureyri 23-26
Fara efst