MIĐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ NÝJAST 11:30

Litla flugan leikin

LÍFIĐ

Umfjöllun og viđtöl: FH - Akureyri 23-26

Handbolti
kl 15:28, 15. nóvember 2012
Umfjöllun og viđtöl: FH - Akureyri 23-26
MYND/VILHELM

Akureyri styrkti stöðu sína í efri hluta N1-deildar karla með góðum útivallarsigri á FH í kvöld. Hafnfirðingar náðu þó að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik en gáfu eftir á lokamínútunum.

Heilt yfir var niðurstaðan sanngjörn. Akureyri spilaði betur í fyrri hálfleik og var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Sóknarleikurinn var öflugur með Bergvin Þór Gíslason fremstan í flokki en þessi fyrrum hornamaður átti frábæran leik í skyttustöðunni í kvöld.

FH-ingar voru allt annað en sannfærandi í fyrri hálfleik og engu líkara en að tapið gegn Haukum um helgina hafi enn setið í leikmönnum liðsins. Varnarleikurinn var flatur en auk þess virtist allt falla gestunum í hag.

Heimamenn byrjuðu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti, sérstaklega í vörn og fylgdi þá markvarslan í kjölfarið. FH skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hálfleiksins og héldu gestunum í aðeins þremur mörkum á rúmum 20 mínútum. FH komst svo tveimur mörkum yfir, 19-17, en þá fór að draga saman með liðunum á ný.

Vörnin small aftur hjá gestunum og FH-ingar áttu ekkert svar. Akureyringar skoruðu sex mörk í röð og kláruðu leikinn. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mikilvæg mörk á þessum kafla og sá nánast alfarið um að tryggja sigur sinna manna.

Leikur Akureyringa var þó ekki gallalaus en á hægri vængnum skoraði Geir Guðmundsson aðeins eitt mark úr þrettán tilraunum. Jovan Kukobat sýndi þó mörg fín tilþrif í markinu og Guðlaugur sýndi að hann hefur engu gleymt í vörninni.

FH-ingar eiga miklu meira inni en þeir sýndu í kvöld. Ásbjörn Friðriksson þarf að komast betur inn í leik liðsins og þá spilaði Logi Geirsson ekkert í kvöld. Þegar vel gengur geta Hafnfirðingar verið fljótir að snúa leikjum sér í hag en í kvöld sást hversu fljótt þeir geta misst tökin á ný.


Ásbjörn: Sóknarleikurinn klikkaði í lokin

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er sífellt að komast betur inn í leik liðsins eftir að hafa komið til aftur til félagsins frá Svíþjóð fyrir stuttu.

Það dugði þó ekki til í kvöld en Ásbjörn sýndi þó ágæt tilþrif inn á milli.

„Við stressuðumst upp á lokakaflanum og fórum illa með þau færi sem við fengum," sagði Ásbjörn um síðustu mínútur leiksins þegar að Akureyringar sigu fram úr.

„Þeir ganga á lagið með því að skora úr seinni bylgjum og í uppstilltum sóknum. Við náðum ekki að vinna okkur út úr því."

„Það er skrýtið því við töldum okkur hafa fundið lausnina við þeirra varnarleik."

ÁSbjörn var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í fyrri hálfleik. „Sextán mörk í einum hálfleik er allt of mikið. Við löguðum það þó í seinni hálfleik en þá klikkaði sóknarleikurinn þegar mest á reyndi."

FH hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð en Ásbjörn telur að liðið eigi meira inni. „Nú dugir ekkert annað en að vera duglegir að æfa og spila okkur betur saman. Við þurfum að ná floti í okkar sóknarleik og meiri grimmd í vörnina."

„Það er klárt mál að við munum bæta okkar leik eftir því sem líður á tímabilið."

Bergvin: Þetta var okkar dagur

Bergvin Þór Gíslason átti frábæran leik fyrir Akureyri í kvöld. Hann nýtti skotin sín vel, skoraði sex mörk og lagði upp mörg önnur fyrir félaga sína.

Akureyri var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu 20 mínútum í seinni hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að halda rónni og halda okkar striki. En það gekk alls ekki upp og þeir settu grimmt á okkur."

„Við náðum svo að koma til baka þegar við náðum að stilla upp vörninni okkar. Þá vorum við nokkuð góðir og þeir áttu erfitt með að skora á okkur."

„Það má vera að við vorum þreyttir eftir bikarleikinn gegn Víkingum þar sem var tvíframlengt en þetta hafðist að lokum," sagði Bergvin.

„Heilt yfir var þetta okkar dagur, þrátt fyrir að við duttum niður í seinni hálfleik. Við vorum að fá mörg fráköst og skot láku inn sem voru ekkert mjög góð. Það breytti miklu fyrir okkur."

Bjarni: Sigur liðsheildarinnar

Bjarni Fritzson, hornamaður og annar þjálfari Akureyringa, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á FH í kvöld.

„Þetta var mjög erfiður leikur," sagði hann. „Liðsheildin var frábær hjá okkur og hún skóp sigurinn hjá okkur. Sóknarleikurinn var mjög agaður og vörnin öflug á köflum."

Akureyringar voru þó lengi í gang í seinni hálfleik og hleyptu FH-ingum fram úr sér eftir að hafa verið með fjögurra marka forystu í hálfleik.

„Við vorum að fara illa með mörg færi og varamarkvörðurinn þeirra, hann Siggi, átti mjög flotta innkomu og breytti leiknum fyrir þá. Menn þurftu að átta sig á því að þetta væri enginn byrjandi í markinu og byrja að skjóta almennilega á hann. Þegar það gerðist þá datt þetta okkar megin."

Guðlaugur Arnarsson er kominn í vörn Akureyringa á ný eftir að hafa lagt skóna á hilluna síðastliðið vor.

„Við höfum misst nokkuð marga menn undanfarið og hann kom því inn til að redda málunum fyrir okkur. Hann var flottur og varnarleikurinn góður, heilt á litið. Markvarslan var góð eftir því."

Guðmundur Hólmar Helgason steig upp í lokin og skoraði nokkur mikilvæg mörk fyrir Akureyri. Þá átti Bergvin Þór Gíslason góðan leik.

„Við vitum nákvæmlega hvað Guðmundur getur. Hann hefur æft eins og skepna og spilaði mjög vel gegn Víkingi í bikarnum. Hann er að finna sig mjög vel á miðjunni og Bergvin er að koma mjög öflugur inn í skyttustöðuna. Þeir eru flottir."


Ţessi síđa uppfćrist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti

Boltavaktin:

Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRA SPORT Á VÍSI

Handbolti 23. júl. 2014 06:30

Kostar HSÍ 700 ţúsund krónur ađ ţingfesta mál

Ţađ er stór og mikil ákvörđun fyrir HSÍ ađ ţingfesta mál fyrir dómstóli IHF Meira
Handbolti 22. júl. 2014 12:17

Löng ferđalög bíđa íslensku liđanna

Dregiđ var í fyrstu umferđir Evrópukeppnanna í handbolta í morgun og voru nokkur íslensk liđ í pottinum. Meira
Handbolti 22. júl. 2014 10:48

Vilja ađ ÍSÍ beiti sér

Ekkert nýtt í svari IHF viđ erindi HSÍ. Meira
Handbolti 22. júl. 2014 10:08

Ísland međ Makedóníu og Ítalíu

Dregiđ í riđla fyrir forkeppni HM kvenna í handbolta. Meira
Handbolti 21. júl. 2014 08:00

Guđmundur og lćrisveinar mćta Ţýskalandi

Dregiđ var í riđlana fyrir Heimsmeistaramótiđ í Katar 2015 í gćr og drógst Ţýskaland gegn Guđmundi Guđmundssyni og lćrisveinum hans í danska landsliđinu. Meira
Handbolti 19. júl. 2014 12:45

Björn Ingi frá HK í Stjörnuna

Markvörđurinn Björn Ingi Friđţjófsson hefur ákveđiđ ađ söđla um og gengiđ til liđs viđ nýliđa Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta frá HK. Greint er frá ţessu í Morgunblađinu í morgun. Meira
Handbolti 18. júl. 2014 09:58

Magnús Óli áfram hjá FH

Magnús Óli Magnússon hefur skrifađ undir nýjan samning viđ FH. Meira
Handbolti 18. júl. 2014 08:32

Ástralía gefur lítiđ fyrir skýringar IHF

Krefst ţess ađ fá sćti sitt aftur á HM í Katar og segir HSÍ berjast fyrir sćti sem er međ réttu í eigu Ástralíu. Meira
Handbolti 17. júl. 2014 23:15

Hvorki heyrst frá IHF né EHF

Ţrátt fyrir ađ HSÍ hefđi krafist svara fyrir miđnćtti hafa engin svör borist frá IHF né EHF varđandi kröfu Íslands um ađ IHF dragi til baka ákvörđun sína um ađ úthluta Ţýskalandi lausu sćti á Heimsmei... Meira
Handbolti 16. júl. 2014 18:15

HSÍ krefst ţess ađ Ísland fái sćti á HM 2015

Handknattleikssamband Íslands hefur krafist ţess ađ Alţjóđahandknattleikssambandiđ dragi til baka ákvörđun sína ađ úthluta Ţýskalandi lausu sćti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liđinu sćtiđ líkt... Meira
Handbolti 16. júl. 2014 09:15

Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga

Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliđsmađur Ţýskalands, segist vera međ blendnar tilfinningar gagnvart ţátttöku Ţýskalands á HM í Katar. Meira
Handbolti 16. júl. 2014 07:26

Puscas međ Haukum

Haukar hafa gengiđ frá samningum viđ nýjan markvörđ fyrir komandi átök í Olísdeild kvenna. Meira
Handbolti 15. júl. 2014 07:48

Ţorgerđur Anna samdi viđ Leipzig

Hefur ţó ekki spilađ síđan í nóvember vegna axlarmeiđsla. Meira
Handbolti 14. júl. 2014 12:00

Útilokum engar dómstólaleiđir

Formađur HSÍ furđar sig á ţví ađ hćgt sé ađ breyta reglum eftir ađ keppni er hafin. Meira
Handbolti 12. júl. 2014 09:11

Svona var reglunum breytt hjá IHF

Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvćga ţar sem Ţýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. Meira
Handbolti 12. júl. 2014 08:00

Ísland á ađ fara dómstólaleiđina

Ritstjóri ţýska vikuritsins Handball Woche telur ađ handboltaforystan á Íslandi eigi ađ fara međ ákvörđun IHF ađ hleypa Ţýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. Meira
Handbolti 11. júl. 2014 16:15

Ţýskir handboltaáhugamenn vilja ekki ađ Alfređ taki viđ landsliđinu

Eins og fram hefur komiđ á Vísi ţá vill ţýska handknattleikssambandiđ helst fá Alfređ Gíslason sem nćsta landsliđsţjálfara Ţýskalands. Meira
Handbolti 11. júl. 2014 11:00

Aron: Ekkert réttlćti - ţetta snýst bara um peninga

Landsliđsţjálfarinn brjálađur vegna ákvörđunar IHF ađ senda Ţýskaland á HM. Meira
Handbolti 11. júl. 2014 06:30

Laug EHF ađ handboltaforystu Íslands?

Framkvćmdastjórn Alţjóđahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í ţröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samţykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. Meira
Handbolti 10. júl. 2014 22:45

Geir: Ég heiti ekki Gćr

Geir Sveinsson er í viđtali viđ sjónvarpsstöđ SC Magdeburg enda er Geir orđinn ţjálfari ţýska úrvalsdeildarliđsins. Meira
Handbolti 10. júl. 2014 15:30

Landsliđsţjálfari Ástralíu brjálađur

Landsliđsţjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alţjóđa handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveđjurnar. Meira
Handbolti 10. júl. 2014 12:00

Heiđur ađ fá ađ ađstođa Alfređ

Alfređ Gíslason hefur aldrei veriđ mikiđ fyrir ađ deila ábyrgđ međ öđrum en nú hefur hann ákveđiđ ađ fá sér ađstođarmann hjá Kiel. Meira
Handbolti 10. júl. 2014 10:30

Formađur HSÍ: Fengum ekki fullnćgjandi svör

Evrópska handknattleikssambandiđ bendir á Alţjóđasambandiđ og svarar engu. Meira
Handbolti 10. júl. 2014 06:30

Íţróttaljós: Reglugerđin sem enginn vissi af

Alţjóđahandknattleikssambandiđ breytti reglunum um hvađa ţjóđ kćmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvćmdastjóri evrópska sambandsins lćtur ritarann svara spurni... Meira
Handbolti 10. júl. 2014 06:00

Ćtla mér lengra međ ţjálfaraferilinn

Ragnar Óskarsson er á förum frá Val og verđur ađstođarţjálfari í Frakklandi. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Umfjöllun og viđtöl: FH - Akureyri 23-26
Fara efst