Fótbolti

Leik hætt í Evrópudeildinni - slagsmál í stúkunni í Bratislava

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Dómari leiks Slovan Bratislava og Sparta Prag í Evrópudeildinni sem fór fram í Tékklandi í kvöld varð að stöðva leikinn þegar slagsmál brutust út á milli stuðningsmanna félaganna í stúkunni.

Liðin koma frá Slóvakíu og Tékklandi sem áður töldust bæði til Tékkóslóvakíu og það er ljóst á fyrstu fréttum að stuðningsmönnum félaganna hafi lent saman.

Leikurinn fór fram á Pasienky-leikvanginum í Bratislava en dómari leiksins var  Martin Strömbergsson sem er 37 ára Svíi sem hefur verið FIFA-dómari frá 2011.

Staðan var 0-0 í leiknum þegar slagsmálin hófust fyrir alvöru en þá voru um 40 mínútur liðnar af leiknum.

Slovan Bratislava og Sparta Prag eru í I-riðli Evrópudeildarinnar. Sparta Prag var mneð þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en Slovan Bratislava hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum og ekki skorað mark.

Vísir/AFP
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×