Innlent

Leigumarkaðurinn dregst saman

Snærós Sindradóttir skrifar
Í fyrsta sinn frá hruni eru þinglýstir kaupsamningar fleiri en þinglýstir leigusamningar.
Í fyrsta sinn frá hruni eru þinglýstir kaupsamningar fleiri en þinglýstir leigusamningar. vísir/vilhelm
Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um tuttugu prósent á meðan leigumarkaðurinn dróst saman um sex prósent árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Þjóðskrár. Á sama tíma hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um sjö prósent.

Þetta er í fyrsta sinn frá hruni sem þinglýstir kaupsamningar á Íslandi eru fleiri en leigusamningar. Gríðarleg breyting hefur átt sér stað á síðastliðnum árum en árið 2009 voru þinglýstir kaupsamningar tæplega 4.000 talsins en leigusamningar tæplega 11.000. Þróunin síðastliðin ár hefur svo verið sú að smátt og smátt fjölgar kaupsamningum á meðan leigumarkaður breytist lítið.

Í ársskýrslu Þjóðskrár kemur fram að fasteignamarkaðnum svipi núna til þess sem hann var árið 2003. Þó sé ekki jafn mikil hreyfing á honum og árið 2005 þegar markaðurinn náði hámarki.

Fjöldi kaupsamninga hefur þrefaldast frá því sem var árið 2009, eða rétt eftir hrun, og stendur nú í tæplega 12.000 samningum. Á sama tíma hefur húsnæðisverð haldið áfram að hækka umfram það sem leigumarkaður hefur hækkað, eða um 7,8 prósent samkvæmt vísitölu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttblaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×