Viðskipti innlent

Leigumarkaður stækkar þrátt fyrir bætta fjárhagsstöðu leigjenda

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Mynd/ÍLS
Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað á síðastliðnum tveimur árum en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Þetta kemur fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðingi hjá Íbúðalánasjóði, í umræðuþætti hjá Íslandsbanka.

Þar kemur fram að fleiri sjá sér fært að leggja til hliðar en þrátt fyrir það virðist leigumarkaðurinn sífellt stækka.

„Fólk nær ekki að safna sér fyrir útborgun í íbúð því hækkun á fasteignaverði hefur verið meiri en kaupmáttaraukningin. Þetta er erfið staða, að sjá fólk á leigumarkaði vilja kaupa, leggja til hliðar en einfaldlega ekki geta keypt,“ segir Una.

Hún segir einnig að erlendur leigumarkaður sé yfirleitt heilbrigðari en sá íslenski, en íslenskir leigjendur verja að jafnaði yfir 40 prósent ráðstöfunartekna sinna í leigu.

Því væri nauðsynlegt að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög þar sem fólk gæti búið í öruggu húsnæði og greitt leigu í samræmi við greiðslugetu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×