Innlent

Leigja út 800 matjurtagarða

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Notendur garðanna geta fengið græn og góð ráð um matjurtaræktun hjá Reykjavíkurborg.
Notendur garðanna geta fengið græn og góð ráð um matjurtaræktun hjá Reykjavíkurborg. vísir/stefán
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um átta hundruð matjurtagarða sem leigðir verða út á vegum borgarinnar í sumar, þar af eru tvö hundruð garðar í Skammadal í Mosfellsbæ. Matjurtagarðarnir í Skammadal eru um 100 fm hver garður og er leigan 5.000 krónur. Í Reykjavík er hver garður um 20 fm og er leigugjaldið 4.800 krónur.

Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, verða garðarnir opnaðir í maí ef veður leyfir. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni reykjavik.is/matjurtagardar.

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is.

Reykjavíkurborg hefur einnig gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða við Stekkjarbakka og í Grafarvogi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×