Innlent

Leigði íbúð af lögreglumanni og tók bílinn hans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn leigði húsnæði hjá lögreglumanninum á Selfossi.
Maðurinn leigði húsnæði hjá lögreglumanninum á Selfossi. Vísir/Pjetur
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands sem mat að Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn máls er varðaði þjófnað á bíl í umsjó embættisins og innbrot. 

Karlmaður hefur játað að hafa ekið bílnum of hratt og undir áhrifum en hann mældist á 129 km hraða á Suðurlandsvegi. Þá mældist alkóhólmagn í blóði 0,81 prómill. 

Bíllinn sem maðurinn tók var í vörslu rannsóknarlögreglumanns á Suðurlandi en ákærði, sem var nýfluttur til landsins, leigði íbúð 

Deilt um vanhæfi

Maðurinn, sem var leigjandi hjá lögreglumann neitar hins vegar að hafa farið í leyfisleysi inn í húsnæði lögreglumannsins og að hafa tekið bílinn ófrjálsri hendi.

Héraðsdómur Suðurlands mat það svo að Lögreglustjórinn á Suðurlandi væri vanhæfur til að fara með rannsókn málsins þar sem embættið væri brotaþoli í málinu. Lögreglan á Suðurlandi hafði rannsakað málið en óskað eftir því við ríkissaksóknara að annað embætti sæi um ákærumeðferðina. Átti Lögreglustjórinn á Suðurlandi að greiða málskostnað í málinu upp á 800 þúsund krónur.

Hæstiéttur var ekki sammála héraðsdómi og taldi ekki um vanhæfi að ræða þótt maðurinn væri undir grun að hafa brotist inn hjá starfsmanni embættisins og tekið bíl úr hans vörslu. Verður málið því tekið til meðferðar hjá héraðsdómi.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×