Viðskipti innlent

Ríkisskattstjóri kannaði um 1.500 fyrirtæki og einstaklinga sem selja þjónustu

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
 Lögregla í samvinnu við ríkisskattstjóra hefur kannað heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttablaðið/Vilhelm
Lögregla í samvinnu við ríkisskattstjóra hefur kannað heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði leigu á fjórum íbúðum, í ágúst og september, sem voru leigðar ferðamönnum í gegnum samfélagsmiðla. Eigendurnir gátu ekki framvísað tilskildum leyfum fyrir starfseminni.



Lögreglan, í samstarfi við ríkisskattstjóra, kannaði heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Airbnb. Um var að ræða eftirlit með gistileyfum og skattskyldu tekna vegna sölu á gistingu. Unnið verður úr þeim gögnum sem þarna söfnuðust.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að embættið hafi látið kanna skattskil hjá um 1.500 fyrirtækjum og einstaklingum sem selja þjónustu. Langflest þessara fyrirtækja séu í ferðaþjónustu. Í 27 prósentum tilvika hafi komið frávik sem kalli á skýringar. Langflestir sem í hlut áttu kipptu sínum málum í lag en í nokkrum tilvikum varð að beita viðurlögum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×