Erlent

Leifar Francos verði færðar til

Francisco Franco
Francisco Franco
Nefnd á vegum spænskra stjórnvalda hefur lagt til að jarðneskar leifar einræðisherrans Francisco Franco verði fjarlægðar úr grafreit í nágrenni Madríd og afhentar afkomendum hans. BBC segir frá. Franco liggur nú ásamt 34.000 mönnum sem létust í borgarastríðinu, en samkvæmt skýrslu nefndarinnar er það ekki við hæfi því að Franco lést ekki í stríðinu.

Hann lést af eðlilegum orsökum árið 1975, 36 árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×