Erlent

Leiðtogi Talibana talinn af eftir loftárásir Bandaríkjanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mullah Akhtar Mansour, leiðtogi Talibana.
Mullah Akhtar Mansour, leiðtogi Talibana. Vísir/AFP
Leiðtogi Talibana í Afganistan, Mullah Akhtar Mansour, er talinn af eftir loftárásir Bandaríkjanna í Pakistan við landamærin við Afganistan.

Þetta segja embættismenn bandarískra yfirvalda en loftárás var gerð á bíl sem Mansour var farþegi í. Bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfestir að Mansour hafi verið skotmark loftárásanna en geta þó ekki staðfest að Mansour hafi látið lífið.

Mansour tók við sem leiðtogi Talibana í júlí á síðasta ári eftir að tilkynnt var um að stofnandi og andlegur leiðtogi Talibana, Mohammad Omar, betur þekktur sem Mullah Omar, hafi látið lífið en talið er víst að hann hafi dáið árið 2013

Skipun Mansour sem leiðtogi Talibana var ekki óumdeild en hart var tekist á innan raða Talibana um hver ætti að taka við. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að Mansour hafi tekið þátt í skipulagningu árása á almenna borgara sem og afganska hermenn en Talibanar hafa sótt í sig veðrið frá árinu 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×