Erlent

Leiðtogi Boko Haram sagður lífshættulega særður

Atli Ísleifsson skrifar
Abubakar Shekau.
Abubakar Shekau. Vísir/AFP
Talsmaður nígeríska flughersins segir að Abubakar Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, hafi særst lífshættulega í loftárás á nokkur af helstu vígum samtakanna.

Fréttir hafa margoft borist af dauða Shekau, en hefur jafnharðan birst aftur á myndbandsupptökum frá samtökunum.

Loftárásin var gert í bænum Taye í Sambisaskógi í norðausturhluta Nígeríu á föstudagskvöld.

Reuters greinir frá því að Boko Haram hafi enn ekki brugðist við fréttunum.

Boko Haram vill koma á íslömsku ríki á landsvæði í norðurhluta Nígeríu. Samtökin hafa frá árinu 2009 drepið um 20 þúsund manns og neytt um 2,6 milljónir manna hið minnsta til að leggja á flótta.


Tengdar fréttir

Boko Haram birta nýtt myndband af Chibok-stúlkunum

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt nýtt myndband þar sem um 50 Chibok-stúlkur sjást en samtökin rændu hátt 276 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×