Erlent

Leiðtogaskipti á Filipseyjum

Heimir Már Pétursson skrifar
Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins.
Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins. VÍSIR/AFP
Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins og þar með sem næsta forsetaefni flokksins. Kjörtímabil Aquiano rennur út þegar kosið verður til forseta í maí á næsta ári en samkvæmt stjórnarskrá Filipseyja getur forseti aðeins setið í eitt sex ára kjörtímabil.

Aquino tilkynnti þetta á fundi Frjálslyndaflokksins í Filipseyja klúbbnum sem er engin tilviljun. Þar var móðir hans Corazon Aquino var svarin í embætti forseta árið 1986 eftir uppreisn alþýðunnar gegn einræðisherranum Ferdinand Marcos sem var að lokum hrakinn frá völdum og úr landi ásamt eiginkonu sinni Imeldu. Hún var heimsfræg fyrir mikinn munað og að eiga stærsta skóparasafn í heimi.

Eiginmaður Corazon, Benigno Aquino,  leiddi andstöðu gegn Marcos úr útlegð í Bandaríkjunum en var tekinn af lífi þegar hann snéri til heimalandsins árið 1983 af útsendurum Marcos forseta. Eftir það varð Corazan leiðtogi andstöðuaflanna í huga almennings og hefur Aquino fjölskyldan allt síðan þá verið ráðandi afl í filipeyskum stjórnmálum.

Manuel Roxas er eins og Aquino kominn af rótgrónum ættum stjórnmálamanna á Filipseyjum en faðir hans var þingmaður og langafi hans var fyrsti forseti Filipseyja að lokinni seinni heimsstyrjöldinni.

Samhliða forsetakosningunum í maí á næsta ári verður kosið til 17 þúsund embætta í landsstjórninni og í sveitarstjórnum. Filipseyjar eru ört vaxandi þriðjaheimsríki en þar búa tæplega hundrað milljónir manna en um sjö þúsund eyjar í suður Kyrrahafi teljast til Filipseyja og eru þær tólfta fjölmennasta ríki heims. Um tólf milljónir Filipseyinga búa í öðrum löndum, m.a. nokkur þúsund á Íslandi, og eru fjölmennastir allra þjóða í heiminum sem búa utan heimalands síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×