Erlent

Leiðtogar G7 senda Rússum tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrýstingur á Vladimir Putin hefur aukist mjög eftir að malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu.
Þrýstingur á Vladimir Putin hefur aukist mjög eftir að malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu. Vísir/AP
Rússland mun sæta frekari viðskiptaþvingunum muni þeir ekki hætta stuðningi við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leiðtogum G7 ríkjanna, sem gefin var út í dag. Þá segir í tilkynningunni að yfirvöld Rússlands hafi grafið undan fullveldi Úkraínu og sjálfstæði.

Stjórnvöld Rússlands segja þvinganirnar vera eyðileggjandi og settar fram af skammsýni. Þá muni þær leiða til hærra orkuverðs í Evrópu.

Á vef BBC kemur fram að G7 leiðtogarnir telji að Rússar geti enn dregið úr átökum.

Einnig segir í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að báðir aðilar samþykki vopnahlé á svæðinu þar sem brak MH 17, malasísku farþegavélarinnar, liggur. Svo rannsakendur geti athafnað sig á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×