FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 14:30

„Grútspćldur međ ađ fá svona skođanakönnun“

FRÉTTIR

Leiđtogar Evrópuríkja óska Rutte til hamingju

 
Erlent
10:21 16. MARS 2017
Mark Rutte verđur ađ öllum líkindum áfram forsćtisráđherra Hollands.
Mark Rutte verđur ađ öllum líkindum áfram forsćtisráđherra Hollands. VÍSIR/AFP

Stjórnvöld í Þýskalandi og Frakklandi hafa óskað hollenska forsætisráðherranum Mark Rutte til hamingju með kosningasigurinn í hollensku þingkosningunum í gær.

Þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða eru Rutte og VVD-flokkur hans með 33 þingsæti af 150. Flokkur Rutte tapar raunar átta þingsætum frá síðustu kosningum, en flokkurinn verður áfram sá stærsti á þingi.

Flokkur popúlistans Geert Wilders verður annar stærsti – hlýtur tuttugu sæti og bætir við sig fimm. Í kosningabaráttunni var lengst af tvísýnt hvor flokkurinn yrði stærstur á þingi að kosningum loknum.
Búist er við að stjórnarmyndunarviðræður gætu tekið nokkurn tíma, en að mið- og hægriflokkar munu nú leitast eftir að mynda stjórn.

Afdráttarlaus sigur
„Forseti lýðveldisins óskar Mark Rutte innilega með afdráttarlausan sigur á öfgastefnunni,“ segir Francois Hollande Frakklandsforseti í yfirlýsingu.

Peter Altmaier, talsmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara, segir að úrslit kosninganna sýni fram á að „trén vaxi ekki alla leið til himins“, sem er þýskt orðatiltæki sem merki að allur árangur eigi sér takmörk. „Lýðræði og skynsemi er sterkara en lýðskrum,“ segir Altmeier á Twitter, þar sem hann óskar Hollendum til hamingju á hollensku.

Evrópa er litrík
Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, fagnar sömuleiðis niðurstöðunni. „Góðar fréttir frá Hollandi. Evrópa heldur áfram að vera litríkt – og appelsínugulur er hluti af því,“ segir Gabriel á Twitter, en appelsínugulur er einkennislitur Hollands.

Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, óskar sömuleiðis VVD og Rutte til hamingju. „Niðurstöður kosninganna sýnir fram á að hollenska þjóðin hafi kosið gegn popúlismanum og kosið með opnu samfélagi,“ segir Wallström.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Leiđtogar Evrópuríkja óska Rutte til hamingju
Fara efst