Erlent

Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn

Atli Ísleifsson skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur staðið í ströngu að undanförnu við að sannfæra aðra leiðtoga aðildarríkja um nauðsyn breytinganna.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur staðið í ströngu að undanförnu við að sannfæra aðra leiðtoga aðildarríkja um nauðsyn breytinganna. Vísir/AFP
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta.

Tusk segir á Twitter-síðu sinni að leiðtogar aðildarríkjanna hafi samþykkti samninginn samhljóða.

Leiðtogafundur ESB hófst í Brussel í gær og hafa samningsdrögin verið við umræðu ásamt flóttamannavandanum sem aðildarríkin standa frammi fyrir.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn Bretlands verði kölluð til fundar á morgun. Reiknað er með að fljótlega verði greint frá hvenær samningurinn verði lagður í þjóðaratkvæði, en Cameron hafði áður heitið því að kosið yrði um framtíð ESB-aðildar Bretlands fyrir árslok 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×