Golf

Leiðir skilja hjá Scott og Williams

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Steve Williams var eitt sinn tekjuhæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands. Hann er hættur störfum hjá Adam Scott.
Steve Williams var eitt sinn tekjuhæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands. Hann er hættur störfum hjá Adam Scott. Vísir/Getty Images
Ástralski kylfingurinn Adam Scott staðfesti í dag að samstarfi hans við kylfusveininn Steve Williams frá Nýja-Sjálandi væri lokið. Á þeim þremur árum sem þeir hafa starfað saman hefur Scott unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og einnig Masters mótið á síðasta ári. Scott náði einnig efsta sætinu á heimslistanum.

Williams var á pokanum hjá Tiger Woods um langt skeið og saman unnu þeir þrettán risamót. Helsta ástæðan fyrir því að leiðir skilja hjá þessum köppum er sú að Williams vill draga úr verkefnum og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.

„Steve hefur verið stór hluti af mínu liði á tímabili þar sem ég hef náð mörgum af mínum helstu markmiðum,“ segir Scott í tilkynningu og þakkar Williams kærlega fyrir samstarfið.

„Að hafa verið á pokanum hjá fyrsta Ástralanum til að sigra á Masters er stór stund á ferlinum. Ef rétta tækifærið kemur þá mun ég íhuga að vinna sem kylfusveinn í hlutastarfi í framtíðinni,“ sagði Williams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×