Enski boltinn

Leiðinlegt að bíða lengi eftir titli

Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lét það ekki á sig fá þó svo stuðningsmenn Arsenal hefðu sungið að Chelsea væri leiðinlegt lið um helgina.

Leikstíll Chelsea er ekki allra en árangursríkur er hann. Markalaust jafntefli gegn Arsenal um helgina fór langt með að tryggja Chelsea titilinn.

„Það sem ég held að sé leiðinlegt er að bíða í 10 ár eftir titli," sagði Mourinho borubrattur eftir leik en Arsenal varð síðast Englandsmeistari árið 2004.

„Ef þú styður eitthvað félag og bíður svona rosalega lengi eftir titli þá er það leiðinlegt. Kannski voru stuðningsmenn Arsenal ekki að syngja til okkar."

Chelsea er búið að skora 65 mörk í 33 leikjum og er með 39 mörk í plús.

„Þetta leiðinlega lið er með næstflest mörk og mesta markamuninn í deildinni. Aðeins Man. City er búið að skora meira en við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×