Sport

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október.

Vefurinn MMA Fréttir birti í gær viðtal við Gunnar þar sem hann talar um tapið gegn Rick Story en tapið markaði endalokin á 13 bardaga sigurgöngu hans.

„Maður er alltaf að þroskast og læra og upplifa og mótast. Það er bara stanslaust í gangi,“ segir Gunnar. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort tapið gegn Story sé ákveðinn vendipunktur á hans ferli. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok ferilsins þegar litið er til baka.

„Mér fannst bara almennt ég ekki vera nógu góður. Það vantaði eitthvað svona frjálst flæði í mig, sem vanalega er til staðar, stundum ekki en maður hefur komist upp með það. Það er kannski fínt að hafa tapað þessum bardaga þar sem það vakti mann aðeins upp.“

Íslendingar gætu fengið að sjá bestu útgáfuna af Gunnari Nelson hingað til. „Það er alltaf nýr og betri maður sjálfur sem að kemur eftir svona. Það er svona einhver eldur inn í manni sem hefur kannski ekki verið nógu frískur í einhvern tíma sem sem er soldið nýtt fyrir mér, nýtt gamalt.“

UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×