Sport

Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/daníel
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu.

Katrín Tanja Davíðsdóttir á titil að verja en hún vann heimsleikanna á glæsilegan hátt í fyrra.

Katrín var ekki eini Íslendingurinn sem stóð sig vel á heimsleikunum í fyrra því Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson í sama sæti í karlaflokki.

Katrín, Ragnheiður og Björgvin snúa öll aftur í ár en auk þess verður Annie Mist Þórisdóttir á meðal keppenda en hún vann heimsleikanna 2011 og 2012.

Sjá einnig: Sigurvegari heimsleikana fær skammbyssu í verðlaun

Um daginn birtist skemmtilegt innslag um íslensku stelpurnar, Katrínu, Annie Mist og Ragnheiði, á heimasíðu heimsleikanna en þar er hitað upp fyrir stóru stundina. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá þessum miklu afrekskonum sem ætla sér stóra hluti á heimsleikunum.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×