Leiđin á heimsleikanna: Íslensku dćturnar | Myndband

 
Sport
09:36 18. JÚLÍ 2016
Leiđin á heimsleikanna: Íslensku dćturnar | Myndband
VÍSIR/DANÍEL
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu.

Katrín Tanja Davíðsdóttir á titil að verja en hún vann heimsleikanna á glæsilegan hátt í fyrra.

Katrín var ekki eini Íslendingurinn sem stóð sig vel á heimsleikunum í fyrra því Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson í sama sæti í karlaflokki.

Katrín, Ragnheiður og Björgvin snúa öll aftur í ár en auk þess verður Annie Mist Þórisdóttir á meðal keppenda en hún vann heimsleikanna 2011 og 2012.

Sjá einnig: Sigurvegari heimsleikana fær skammbyssu í verðlaun

Um daginn birtist skemmtilegt innslag um íslensku stelpurnar, Katrínu, Annie Mist og Ragnheiði, á heimasíðu heimsleikanna en þar er hitað upp fyrir stóru stundina. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá þessum miklu afrekskonum sem ætla sér stóra hluti á heimsleikunum.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Leiđin á heimsleikanna: Íslensku dćturnar | Myndband
Fara efst