Erlent

Leiðbeinandi Huldu Bjarkar ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hulda Björk lést í svifvængjaflugslysi í Sviss í júlí 2013.
Hulda Björk lést í svifvængjaflugslysi í Sviss í júlí 2013. vísir
Saksóknari í Sviss hefur ákært svifvængjaflugsleiðbeinanda Huldu Bjarkar Þóroddsdóttur fyrir manndráp af gáleysi. Hulda lést í svifvængjaflugslysi í Sviss í júlí 2013 þegar hún var ásamt eiginmanni sínum og hópi annarra á skipulagðri æfingu í svifvængjaflugi.

Í frétt Vísis frá því sumarið 2013 segir að í lokaæfingu undir stjórn leiðbeinanda lenti Hulda í aðstæðum sem hún réð ekki við og varafallhlíf náði ekki að draga nægilega úr falli. Hulda var látin þegar að var komið.

Í umfjöllun Sonntags Zeitung um ákæruna segir að leiðbeinandinn sé sakaður um að hafa gefið Huldu rangar leiðbeiningar á æfingunni. Þá hafi hann verið að láta hana gera mjög erfiðar æfingar. Að auki var Hulda með breskt skírteini sem veitti henni leyfi til svifvængjaflugs þar í landi en ekki í Sviss.

Sonntags Zeitung ræðir við ekkil Huldu, Jared Bibler. Hann segir frá því að slysið hafi náðst á myndband en verið var að taka æfinguna upp svo hægt væri að nota myndbandið við kennslu síðar meir og fara yfir það sem væri vel gert og mætti betur fara. Bibler segir í viðtalinu að hann hafi oft reynt að horfa á myndbandið en ekki getað það.

Í greininni er einnig fjallað um skort á eftirliti með svifvængjaflugi í Sviss og það borið saman við nágrannalandið Þýskaland þar sem mjög strangt eftirlit er með svifvængjaflugi, meðal annars því hvernig æfingar fólk megi gera.


Tengdar fréttir

Lést í svifvængjaslysi í Sviss

Hulda Björk Þóroddsdóttir lést í svifvængjaslysi skammt frá borginni Zürich í Sviss á laugardaginn var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×