Enski boltinn

Leicester vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Leicester vann lífsnauðsynlegan sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Jose Leonardo Ulloa og Andy King sáu um að skora mörkin.

Ulloa kom Leicester yfir eftir stundarfjórðung með hörku skoti úr teignum, en Andy King tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Swansea sem situr í áttunda sæti deildarinnar.

Leicester er enn í fallsæti, en liðið er með jafn mörg stig og Hull sem er í sætinu fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×