Enski boltinn

Leicester gæti samið við Heskey

Heskey í leik með Leicester fyrir fimmtán árum síðan.
Heskey í leik með Leicester fyrir fimmtán árum síðan. vísir/getty
Leicester þarf á aðstoð að halda og ekki er útilokað að liðið geri skammtímasamning við fyrrum framherja félagsins, Emile Heskey.

Þessi 36 ára gamli kappi er án félags eftir að hafa klárað tveggja ára samning við ástralska félagið, Newcastle Jets.

„Ég myndi elska að fá aftur tækifæri hjá Leicester. Þetta er frábært félag sem ég á mikið að þakka. Ég komst í landsliðið meðan ég spilaði með Leicester," sagði Heskey spenntur.

Hann var keyptur á 11 milljónir punda frá Leicester til Liverpool fyrir 14 árum síðan.

Leicester hefur ekki skorað í fimm leikjum og er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn félagsins eru ekki allir á einu máli um hvort Heskey sé maðurinn sem geti rifið liðið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×