Enski boltinn

Leicester fær spænskan varnarmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hernandez í leik með Sporting Gijon.
Hernandez í leik með Sporting Gijon. vísir/getty
Englandsmeistarar Leicester City eru byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina og fengu leikmann í dag.

Þá samdi liðið við spænska varnarmanninn Luis Hernandez en hann kemur til félagsins frá Sporting Gijon. Hann var samningslaus og kemur því án greiðslu.

Hernandez skrifaði undir fjögurra ára samning við Leicester.

Hann hefur spilað 140 leiki í spænsku úrvalsdeildinni með Gijon. Hann er alinn upp hjá Real Madrid en náði ekki að vinna sér leið inn í aðalliðið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×