Leicester City komiđ í átta liđa úrslit Meistaradeildarinnar

 
Fótbolti
21:30 14. MARS 2017

Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum.

Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld.

Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum.

Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri.

Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið.Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin.
 
Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli.

Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið.

Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna.

Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Leicester City komiđ í átta liđa úrslit Meistaradeildarinnar
Fara efst