Innlent

Legó-skip stefnir með hraðbyri á heimsfrægð

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Brynjar Karl ásamt skipinu sínu árið 2015.
Brynjar Karl ásamt skipinu sínu árið 2015. VÍSIR / Valli

Legó-skip hins 15 ára Brynjars Karls Birgissonar virðist vera á góðri leið með að öðlast heimsfrægð en sagt er frá því í frétt á vef BBC. Skipið var „frumsýnt“ hér á landi í Smáralind árið 2015.



Skipið er mikið að stærð, 8 metrar á lengd og samansett úr meira en 65 þúsund legó-kubbum. Skipið er smíðað eftir teikningum Titanic og er því nákvæm eftirmynd þess, í legó-kubbum.



Brynjar, sem er einhverfur, segir smíði skipsins hafa hjálpað honum úr þoku einhverfunnar og að ná að vera „eins eðilegur og hægt sé, hvað svo sem það þýði.“



Skipið er nú komið til Tennessee-fylkis í Bandaríkjunum þar sem staðsett er safn tileinkað skipinu Titanic. Eftirlíking Brynjars mun vera þar til sýningar til ársins 2020 en skiptið hefur áður ferðast meðal annars til Noregs, Svíþjóðar og Þýskalands.



Fulltrúi safnsins segir eftirlíkingu Brynjars vera þá stærstu sem til er og gerð er úr legó-kubbum.



Skipið Titanic sökk þann 15. apríl árið 1912 og fórust alls 1517 manns í harmleiknum.

 


Tengdar fréttir

Titanic í Smáralind

Brynjar Karl Birgisson afhjúpaði stórvirki sitt í Smáralind í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×