Innlent

Leggja til náttúrugjald í stað náttúrupassa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Samtök ferðaþjónustunnar leggja til að náttúrugjald verði sett á gistinætur ferðamanna í stað náttúrupassa. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin sendu frá sér í dag.

Telja þau að hóflegt náttúrugjald, um ein evra sem ferðamenn greiða á hverja gistinótt, skilvirka leið við gjaldtöku sem rýri á engan hátt ásýnd náttúrunnar. „Leiðin er vel þekkt um allan heim ásamt því að byggja ofan á þá gjaldtöku sem tíðkast hefur hér á landi undanfarin ár. Leiðin er því einnig vel fær og einföld í allri útfærslu,“ segir í ályktuninni. Þá telja samtökin að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sé best til þess fallinn að stuðla að nauðsynlegri uppbyggingu fjölfarinna áfangastaða ferðamanna.

„Sú mikla vinna sem samtökin lögðu í við að ná fram niðurstöðu hvað gjaldtökumálin varðar var fagleg og opin þar sem kafað var djúpt í þau álitamál sem uppi hafa verið. Þeirri vinnu lauk nú í nóvember og er mikil samstaða um að leggja til hóflegt náttúrugjald á gistinætur.“


Tengdar fréttir

Nýr náttúrupassi

Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama.

Á móti ráðherra

Tækifæri eru til að auka til muna tekjur af ferðafólki sem hingað kemur. Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur bent á að hvað varðar skatta á ferðafólk erum við eftirbátar margra þjóða. Lengi hefur þess verið beðið að ferðamálaráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leggi fram frumvarp um náttúrupassa og það hyggst hún gera, jafnvel á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×