Innlent

Leggja til hækkun lífeyrisaldurs

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga vill að lífeyrisaldur hér á landi verði hækkaður í sjötíu ár. Það yrði gert á tólf ára tímabili og frítekjumörk afnumin. Þetta kemur fram á vef RÚV, en fréttastofan hefur tillögur nefndarinnar undir höndum.

Að auki leggur nefndin til að dregið verði úr áhrifum bóta úr almannatryggingakerfinu á greiðslur úr lífeyrissjóðum.

Öryrkjabandalagið og stjórnarandstaðan skrifa ekki undir tillögurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×