Innlent

Leggja megin áherslu á sporin

Stefán Árni Pálsson og Samúel Karl Ólafsson skrifar
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
„Megin áhersla leitarinnar í dag eru að elta þau spor sem fundust,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.

Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur.

Sporin fundust mjög seint í nótt og tæknideild ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að sannreyna hvort sporin séu eftir konuna sem leitað er að. Sporin fundust í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, suður af Tindfjallajökli.

Um 60-80 manns munu taka þátt í leitinni í dag. Sérhæfðir menn í því að rekja spor standa að leitinni ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Því lengur sem líður á leitina reynist stundum erfitt að fá mannskap til að taka þátt. „Það er samt alltaf góður hópur fólks sem kemur.“

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli á þriðjudagskvöldið.

Síðast hafði spurst til þeirra á laugardagskvöld, en þær fóru í gönguferð frá sumarbústað í Fljótshlíðinni.

Fyrst var talið að konurnar hefðu farið í göngutúr á laugardagskvöldið en lögreglan telur nú að þær hafi að öllum líkindum farið út á sunnudagsmorgni.

Mikill viðbúnaður er á svæðinu og er búið að koma fyrir færanlegri stjórnstöð björgunarsveita.


Tengdar fréttir

Fundu fótspor eftir berfætta manneskju

Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst í morgun um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur.

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri

Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær.

Leit heldur áfram í nótt

Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×