Enski boltinn

Leeds rak Hockaday eftir aðeins sex leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dave Hockaday.
Dave Hockaday. Vísir/Getty
Dave Hockaday verður ekki áfram knattspyrnustjóri enska b-deildarliðsins Leeds United en félagið ákvað að reka hann í dag. Hockaday náði aðeins að stýra liðinu í sex leikjum.

Aðstoðarmaður Hockaday, Junior Lewis, þurfti einnig að taka pokann sinn en Neil Redfearn mun taka við liðinu tímabundið.

Hockaday sem er 56 ára gamall, tók óvænt við liðinu í júní en hafði litla reynslu sem knattspyrnustjóri. Leeds United vann 2 af 6 leikjum undir stjórn Hockaday.

Síðasti leikur Hockaday var tap á móti Bradford í deildabikarnum á miðvikudagskvöldið en um síðustu helgi steinlá liðið 1-4 á móti Watford í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×