Enski boltinn

Leeds býður í Hauk Heiðar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukur Heiðar í landsleik gegn Noregi.
Haukur Heiðar í landsleik gegn Noregi. vísir/epa
Enska B-deildarliðið Leeds er búið að gera sænska úrvalsdeildarliðinu AIK tilboð í íslenska landsliðsbakvörðinn Hauk Heiðar Hauksson, að því fram kemur á mbl.is.

Haukur Heiðar var í hóp íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi en hann hefur verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri.

Þessi 24 ára gamli Akureyringurinn er á sínu öðru tímabili hjá AIK í Svíþjóð þaðan sem hann kom frá KR en hann á að baki sjö landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið.

Leeds hafnaði í fjórtánda sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð en liðið hefur verið fast í neðri deildunum síðan liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2004.

Íslenskir leikmenn hafa verið ansi vinsælir eftir að Evrópumóinu lauk en nú þegar hafa Rúnar Már Sigurjónsson, Hörður Björgvin Magnússon, Hannes Þór Halldórsson og Ari Freyr Skúlason verið keyptir til nýrra félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×