Körfubolti

LeBron stigahæstur í sjötta sigri Cleveland í röð | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James skorar tvö af 34 stigum sínum í nótt.
LeBron James skorar tvö af 34 stigum sínum í nótt. vísir/getty
Eftir erfiða tíma í byrjun árs þegar LeBron James var meiddur er Cleveland Cavaliers að vakna aftur til lífsins í NBA-deildinni í körfubolta, en það vann sjötta leikinn í röð í nótt.

Að þessu sinni vann Cleveland firnasterkan sigur á liði Oklahoma City Thunder á heimavelli, 108-98, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 34 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Kyrie Irving bætti við 14 stigum fyrir Cleveland og Kevin Love var með tvennu upp á 19 stig og 13 fráköst. Kevin Durant skoraði mest fyrir gestina eða 32 stig.

Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar með 25 sigra og 20 töp, en OKC er er í tíunda sæti vestursins með 22 sigra og 22 töp.

Úrslit næturinnar:

Chicago Bulls - Miami Heat 84-96

Cleveland Cavaliers - OKC Thunder 108-98

Phoenix Suns - LA Clippers 100-120

New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 109-106

Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 112-100

Orlando Magic - Indiana Pacers 99-106

San Antonio Spurs - Milwaukee Bucks 101-95

Toronto Raptors - Detroit Pistons 114-110

Golden State Warriors - Boston Celtics 114-111

Denver Nuggets - Washington Wizards 115-117

LA Lakers - Houston Rockets 87-99

Staðan í deildinni.

Hörkutroðsla hjá Kevin Durant: Kawhi Leonard með tilþrif: Stephen Curry hangir eftir troðslu:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×