Körfubolti

LeBron neitar að gista á Trump-hótelinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James er ekki stuðningsmaður Trump.
LeBron James er ekki stuðningsmaður Trump. vísir/getty
LeBron James, og nokkrir félagar hans í Cleveland-liðinu, hafa fengið leyfi til þess að gista á öðru hóteli en Trump-hótelinu í New York.

Meistarar Cleveland Cavaliers eru á leiðinni til New York í vikunni og liðið hefur venjulega gist á þessu hóteli. Donald Trump kom að byggingu hótelsins og það er rekið á hans nafni gegn greiðslu.

LeBron er á meðal margra sem vill ekki sjá Trump sem forseta og þar af leiðandi neitar hann að gista á hótelinu. Milwaukee, Memphis og Dallas hafa þegar hætt að gista á þessu hóteli er liðið kemur til New York.

Svo óvinsæll er Trump á meðal margra leikmanna NBA-deildarinnar að Iman Shumpert, leikmaður Cleveland, sagði að það kæmi ekki til greina að mæta í Hvíta húsið til Trump færi svo að Cleveland ynni annan titil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×