Enski boltinn

LeBron magnaður í sigri Cleveland í framlengdum leik | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron í leiknum í nótt.
LeBron í leiknum í nótt. vísir/getty
Cleveland komst í 3-0 í úrslitaviðurreign Austurdeildarinnar í körfubolta eftir sigur í framlengingu á Atlanta, 114-111. Leikurinn var gífurlega spennandi, en LeBron James reið baggamuninn.

Leikurinn var allan tímann afar jafn og spennandi. Atlanta leiddi 24-21 eftir fyrsta leikhluta og staðn var 49-48, Atlanta í vil í hálfleik.

Áfram hélt spennan í þeim síðari, en Cleveland komst yfir eftir þriðja leikhlutann. Staðan var svo jöfn 104-104 þegar bjallan gall og því þurfti að grípa til framlengingar.

Þar reyndust heimamenn í Cleveland fyrir framan rúmlega tuttugu þúsund manns í Quicken Loans höllinni í Ohio. Þeir unnu framlenginguna 10-7 og því 114-111.

LeBron James fór á kostum eins og fyrri daginn. Hann skoraði 37 stig, tók átján fráköst og gaf þrettán stoðsendingar, en auk þess stal hann þremur boltum. Magnaður leikur hjá kappanum.

Jeff Teague spilaði mjög vel fyrir Atlanta, en hann skoraði 30 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Cleveland getur því unnið Austurdeildina með sigri í leik liðanna á þriðjudag.

Topp 5 í nótt: Glæsilegt myndband: Rosaleg troðsla frá LeBron:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×