Körfubolti

LeBron James og félagar töpuðu stórt

Dagur Lárusson skrifar
LeBron James var mjög ósáttur eftir leikinn.
LeBron James var mjög ósáttur eftir leikinn. vísir/getty
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu á heimavelli fyrir Okahoma City Thunder í nótt en leikurinn fór 148-124.

Gestirnir frá Oklahoma voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og fóru með forystuna í hálfleik en þá var staðan 76-60.

LeBron James skoraði 18 stig í leiknum fyrir Cleveland en hann var mjög ósáttur við spilamennsku síns liðs í leiknum og sagði að ef útsláttarkeppnin myndi hefjast núna þá myndi Cleveland detta strax út.

„Útsláttarkeppnin? Við getum ekki einu sinni byrjað að hugsa um það, ekki miðað við það hvernig við erum búnir að vera að spila,“ sagði LeBron.

„Við myndum detta út strax ef útsláttarkeppnin myndi byrja næstu helgi, léttilega.“

LeBron talaði einnig um varnarleik liðs síns en hann sagði að hann hafi aldrei séð annað eins.

„Ég hef aldrei á mínum ferli leyft hinu liðinu að skora 148 stig, aldrei, ekki einu sinni í tölvuleikjum. Þeir gátu gert hvað sem þeir vildu og gátu skorað allstaðar. Þetta var mjög slæmt tap af okkar hálfu.“

Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State er liðið tapaði fyrir Houston Rockets 108-116. Durant skoraði 26 stig á meðan Chris Paul var stigahæstur í liði Rockets með 33 stig.

Úrslit næturinnar:

Cavaliers 124-148 Thunder

Hawks 97-113 Bulls

Hornets 105-106 Heat

Pelicans 111-104 Grizzlies

76ers 116-94 Bucks

Rockets 116-108 Warriors

Timberwolves 115-109 Raptors

Jazz 125-113 Clippers

Trail Blazers 117-108 Mavericks

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Cleveland Cavaliers og Oklahoma City Thunder.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×