Körfubolti

LeBron í úrslit áttunda árið í röð | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron og félagar unnu austrið.
LeBron og félagar unnu austrið. vísir/getty
Cleveland Cavaliers komst í nótt í úrslitarimmu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar að liðið lagði Boston Celtics á útivelil, 87-79, í oddaleik úrslitaeinvígis austurdeildarinnar.

LeBron James verður því áttunda árið í röð í lokaúrslitum NBA-deildarinnar en hann hefur þrívegis orðið meistari og fjórum sinnum tapað í úrslitum með Cleveland og Miami Heat.

LeBron gerði að vanda sitt til þess að liðið færi alla leið en hann skoraði 35 stig, tók fimmtán fráköst og gaf níu stoðsendingar í nótt. Hann spilaði hverja einustu sekúndu í leiknum og skoraði tólf stig í fjórða leikhluta þegar að allt var undir.

Jayston Tatum skoraði 24 stig og tók sjö fráköst fyrir þetta hrikalega efnilega og skemmtilega Boston-lið sem á eftir að láta frekar að sér kveða í framtíðinni en tímabilinu í Boston nú lokið.

Cleveland mætir annað hvort Houston Rockets eða Golden State Warriors í lokaúrslitunum en oddaviðureignin í vestrinu fer fram í nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×